Read More »"/>

Óskað eftir efni í Sálfræðiritið 2023

Heim / Fréttir / Óskað eftir efni í Sálfræðiritið 2023

Óskað er eftir efni í Sálfræðiritið 2023.  Ritið er nú gefið út í rafrænu formi og má nálgast það á síðunni www.salfraediritid.is.  Með rafrænni útgáfu skapast möguleikar á því að efla og styrkja tímaritið þannig að það þjóni því hlutverki sínu að tengja saman sálfræðinga og efla þá bæði fræðilega og faglega.

 

Með rafrænni útgáfu Sálfræðiritsins getum við nú birt greinar á netinu mun örar en áður í stað þess að miða við eitt tölublað og skilafrest einu sinni á ári. Í lok hvers árs verða síðan allar greinarnar teknar saman og birtar saman í tölublaði fyrir það ár. Það er von okkar að þessi breyting hvetji fleiri félagsmenn en áður til að skrifa og senda inn greinar og örva þannig fræðilega hugsun og umræðu meðal stéttarinnar.

 

Þegar horft er til birtinga undanfarinna ára má finna fjöldann allan af góðum  rannsóknargreinum þar sem áherslan er oft á próffræði og árangursmat íhlutana af ýmsu tagi. Ritstjórn Sálfræðiritsins hvetur sálfræðinga til að halda áfram að senda inn slíkt efni en einnig taka til greina aðrar áherslur í skrifum sínum. Hingað til hefur, til dæmis, mun minna farið fyrir skrifum sem fjalla um fræðileg viðfangsefni, stefnumál sálfræðinga, þjálfun sálfræðinema, störf stéttarinnar, framþróun í meðferð og málefni líðandi stundar.

 

Ritstjórn Sálfræðiritsins hvetur alla sálfræðinga til þess að nýta sér þá möguleika sem skapast með rafrænni útgáfu ritsins og taka þátt í því með ritstjórninni að gefa út tímarit sem er efnismeira og fjölbreyttara en áður.

 

Með kærri kveðju,

 

Ritstjórn Sálfræðiritsins

Brynjar Halldórsson

Sigurður Viðar

 

 

Tengdar færslur