Frábærar fréttir en Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir í viðtali á Vísi að niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu verði tryggð á kjörtímabilinu.
Fram kemur í viðtalinu á Vísi að:
Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu verður tryggð á kjörtímabilinu að sögn fjármálaráðherra. Verð fyrir sálfræðiþjónustu fer hækkandi og áætlað er að kostnaður ríkisins geti numið um þremur milljörðum á ári.
Þegar Viðreisn var í stjórnarandstöðu árið 2020 náði flokkurinn í gegn frumvarpi til laga sem veitir stjórnvöldum heimild til þess að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Nú fimm árum síðar hefur það hins vegar enn ekki verið gert. Niðurgreiðslan var meðal kosningaloforða Viðreisnar en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er þó ekki sérstaklega minnst á það – heldur einungis rætt um aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu.
Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, segir að hún verði tryggð. „Það er alveg klárt mál að við munum ljúka því á kjörtímabilinu,“ segir Daði og bætir við að undirbúningsvinna sé langt komin. „Það mun finnast fjármagn til þess að loka þessu.“
Sjá viðtalið í heild sinni hér.
Related Posts