Read More »"/>

Námskeið um störf sálfræðinga í dómsmálum í maí og október 2022

Home / Fréttir / Námskeið um störf sálfræðinga í dómsmálum í maí og október 2022

Vegna mikillar eftirspurnar verður haldið ítarlegt námskeið um störf sálfræðinga í málum sem snúa að deilumálum foreldra fyrir dómstólum og matsstörfum í  barnaverndarmálum. Sálfræðingar gegna hér mikilvægum störfum í málefnum barna og fjölskyldna meðal annars:

  • sem matsmenn og yfirmatsmenn í forsjár-, lögheimilis- og umgengnismálum
  • sem matsmenn á forsjárhæfni foreldra fyrir barnavernd
  • sem sérfróðir meðdómarar
  • við sáttameðferð
  • varðandi viðtöl við börn og unglinga fyrir dómara og barnavernd.

Möt og önnur störf sálfræðinga innan dómskerfis og barnaverndar eru afar sérhæfð og hefur skapast sterk hefð fyrir framkvæmd þeirra. Sálfræðilegt mat og sérfræðiþekking hefur mikinn þunga í þessum málum og því er mjög mikilvægt að þeir sem komi að málaflokknum afli sér viðamikillar þekkingar og njóti handleiðslu þeirra sem reynslu hafa. Á námskeiðinu verður fjöldi fyrirlesara með sérfræðiþekkingu; sálfræðingar, lögmenn og dómarar. Nefnd um námskeiðið skipa Álfheiður Steinþórsdóttir, Gunnar Hrafn Birgisson, Guðrún Oddsdóttir og Oddi Erlingsson. Námskeiðið nýtur stuðnings Sálfræðingafélags Íslands og Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði og fer fram í húsakynnum BHM í Borgartúni 6.

Markmið námskeiðsins eru að samhæfa störf sálfræðinga, kynna efni og aðferðir, kynna lög, reglur og þróun í málaflokknum og kynna uppbyggingu og gerð matsskýrslna. Þeir sem sækja námskeiðið fá möppu með gögnum sem nýtist sem handbók í vinnu á þessu sviði.

Námskeiðið skiptist í fjórar lotur:

Lota I    Föstudagur 6/5 Kl. 9:00-17:00.

Hlutverk sálfræðings, lög, siðareglur og samvinna við málsaðila

 

Lota II   Fimmtudagur 19/5 Kl. 9:00-15:00 og föstudagur 20/5 Kl. 9:00-15:00

Að meta börn og unglinga

 

Lota III  Fimmtudagur 6/10 Kl. 9:00-17:00 og föstudagur 7/10 Kl. 9:00-13:00

Að meta forsjárhæfni foreldra

 

Lota IV  Fimmtudagur 20/10 Kl. 9:00-17:00 og föstudagur 21/10 Kl. 9:00-13:00

Skýrslugerð, umgengni, sættir, yfirmat, meðdómarastörf, að vitna í dómi, handleiðsla.

 

Námskeiðið er alls 40 klst. og þarf mæting að vera 90% að lágmarki til að fá viðurkenningarskjal. Þeir sem ljúka þátttöku með viðurkenningarskjali eiga þess kost að vera á lista sem sendur verður Dómsmálaráðuneyti, SÍ, FSKS, Dómarafélagi Íslands, Lögmannafélagi Íslands og barnavernd um þá sálfræðinga sem hlotið hafa samhæfða menntun á þessu sviði. Lögð er sterk áhersla á að í kjölfar námskeiðsins sæki þátttakendur sér faghandleiðslu taki þeir til starfa í þessum málaflokkum.

Þátttakendafjöldi á námskeiðinu verður takmarkaður og því eru áhugasamir beðnir um að senda tölvupóst hið fyrsta á <salnamskeid@simnet.is>. Mikilvægt er að umsókn fylgi upplýsingar um lokapróf í sálfræði, starfsleyfi og starfsreynslu í faginu.

Verð fyrir námskeiðið er alls 330.000 krónur og er innifalið í þeirri upphæð mappa með námskeiðsgögnum, kaffi og hádegismatur þá daga sem námskeiðið er daglangt.

Related Posts