Read More »"/>

Kröfurnar eru skýrar

Home / Fréttir / Kröfurnar eru skýrar

Formaður Sameykis, Árni Stefán Jónsson, gagnrýndi í fréttum RÚV í gær fimm aðildarfélög BHM sem undirrituðu kjarasamning við ríkið sl. mánudag. Að sögn formanns Sameykis stóðu aðildarfélög BSRB í þeirri trú að stéttarfélög opinberra starfsmanna ætluðu að fylgjast að hvað varðar útfærslu á styttingu vinnuvikunnar í nýjum kjarasamningum. Með samningi BHM-félaganna fimm við ríkið hafi þessi samstaða verið rofin.

 

Vegna ummæla formanns Sameykis vilja átta aðildarfélög BHM, sem hafa haft samflot í yfirstandandi kjaraviðræðum, taka fram að þau telja hag sinna félagsmanna ekki borgið með því að skrifa undir samningstilboð ríkisins sem byggist á krónutöluhækkunum, felur í sér styttingu vinnuvikunnar (með sölu og takmörkunum á ýmsum gæðum) og umfangsmikla breytingu á yfirvinnutaxta.

 

Kröfur félaganna eru skýrar: Við viljum prósentuhækkanir sem skila auknum kaupmætti til félagsmanna á samningstímanum, styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir að meðtöldum hléum og að menntun sé metin til launa þannig að lágmarkslaun fyrir fyrstu háskólagráðu verði ekki lægri en 500.000 kr.

 

BHM-félögin átta eru:
Dýralæknafélag Íslands
Félag geislafræðinga
Félag íslenskra náttúrufræðinga
Félagsráðgjafafélag Íslands
Iðjuþjálfafélag Íslands
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Sálfræðingafélag Íslands
Þroskaþjálfafélag Íslands.

Related Posts