Read More »"/>

Kjarasamningsviðræður

Heim / Fréttir / Kjarasamningsviðræður
Kjaraviðræðum við ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg var frestað í byrjun júlí, fram í ágúst vegna sumarleyfa beggja vegna borðsins.
Viðræður eru hafnar að nýju og hafa fulltrúar Sálfræðingafélagsins fundað með fulltrúum frá ríki, Sambandi íslenskra sveitarfélag og Reykjavíkurborg. Frekari fundir eru á dagskrá með öllum viðsemjendum á næstu dögum.
Markmið félagsins er að ná samningum sem fyrst, en fyrst og fremst er mikilvægt að ná samningum sem fela í sér kjarabætur til félagsmanna.
Ef óskað er eftir nánari upplýsingum er velkomið að hafa samband við skrifstofu félagsins í gegnum tölvupóst sal@sal.is eða í síma 595 5190
Tengdar færslur