Skráning á Sálfræðiþing er nú í fullum gangi.
Minnum á hátíðarkvöldverðinn í Gamla Bíói.
Undanfarin ár hefur alltaf orðið meira og meira um að sálfræðingar hópa sig saman og fara saman út að borða að kvöldi ráðstefnudags.
Þannig má segja að það hafi verið dreifðar “árshátíðir” sálfræðinga úti um bæinn. Nú er lag að sameina þessa skemmtilegu hópa í einn stóran árshátíðarkvöldverð í Gamla Bíó!
Húsið opnar kl. 19:00 að kvöldi þingdags og fordrykkur í boði. Að því loknu verður gengið til þriggja rétta hátíðarkvöldverðar.
Við höfum húsnæðið til miðnættis og DJ Dóra Júlía leikur fyrir dansi.
Fjölmennum nú á árshátíð og skemmtum okkur saman inn í nóttina!