Read More »"/>

Gulur september – fræðsluröð

Home / Fréttir / Gulur september – fræðsluröð

Í tilefni af forvarnarátakinu gulum september standa Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og Sálfræðingafélag Íslands fyrir röð fræðsluerinda í september.

Í ár var ákveðið að leggja áherslu á forvarnir og það sem við getum sjálf gert til að viðhalda góðri líðan.

Alla fimmtudaga frá 5. september til 3. október verða 30 mínútna hádegiserindi þar sem sérfræðingar fjalla um það sem við getum sjálf gert til þess að rækta góða líðan. Erindin verða send út á Teams og eru öllum opin.

Fræðsluerindi í streymi kl.12:00-12:30 alla fimmtudaga í Gulum September.

Á alþjóða geðheilbrigðisdeginum, þann 10. október verður svo blásið til hádegisfundar um streitu, bjargráð, kulnunareinkenni o.fl. Dagskrá þess fundar verður auglýst síðar.

Frekari upplýsingar um gulan september má finna á Sjálfsvígsforvarnir | Ísland.is (island.is)

Related Posts