Friðrik Jónsson hefur verið kjörinn nýr formaður Bandalags háskólamanna til tveggja ára í rafrænni kosningu sem lauk á hádegi í dag. Friðrik, sem er formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, tekur við sem formaður BHM á aðalfundi bandalagsins næstkomandi fimmtudag. Sjá nánar hér á heimasíðu BHM.
Related Posts