Read More »"/>

Fréttir af aðalfundi SÍ

Heim / Fréttir / Fréttir af aðalfundi SÍ

Aðalfundur félagsins var haldinn 23. febrúar. Á fundinum var Hrund Þrándardóttir endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára, auk þess sem Anna Kristín Newton og Helgi Héðinsson voru endurkjörin meðstjórnendur í stjórn félagsins til tveggja ára.
Í fræðslunefnd voru kjörin þau Ásta Rún Valgerðardóttir, Pétur Maack Þorsteinsson og Sofia B. Krantz.
Í fagráð voru kjörin þau Gyða S. Haraldsdóttir, formaður, Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, Matthías Matthíasson og Þórey Edda Heiðarsdóttir. Gyða og Hulda voru endurkjörnar.
Í siðanefnd var kjörinn Hörður Þorgilsson.
Lagabreytingartillögur stjórnar félagsins voru samþykktar og lög félagsins hafa verið uppfærð í samræmi við þær.
Hér má sjá skýrslur stjórnar, fagráðs, fræðslunefndar, prófanefndar, siðanefndar, Félags sálfræðinga á Norður- og Austurlandi og Nemendafélags Sálfræðingafélags Íslands, og  starfsáætlun stjórnar félagsins fyrir næsta starfsár. Ársreikning félagsins er að finna hér svo og fjárhagsáætlun næsta árs.
Fráfarandi nefndarmönnum var þakkað sérstaklega fyrir framlag sitt, og nefndafólki, samninganefndum og trúnaðarmönnum sömuleiðis með óskum um áframhaldandi gott samstarf.
 

Tengdar færslur