Read More »"/>

Framboð til stjórnar félagsins

Home / Fréttir / Framboð til stjórnar félagsins

Í samræmi við lög félagsins skal tilkynna framboð til stjórnar félagsins tveimur vikum fyrir aðalfund.
Að þessu sinni eru þrír í framboði til stjórnar:
Anna Kristín Newton býður sig fram til embættis meðstjórnanda.
Anna Kristin lauk MSc gráðu í réttarsálfræði frá Háskólanum í Kent, UK og tók viðbótarnám í Cand. Psych við Háskóla Íslands. Hún hefur verið starfandi sem sálfræðingur frá árinu 2005 og hlaut sérfræðingsviðurkenningu í klínískri sálfræði og réttarsálfræði árið 2015. Frá 2005 hefur hún starfað; hjá Fangelsismálastofnun ríkisins, á vegum Barnaverndarstofu, verið stundakennari á háskólastigi og starfað sjálfstætt.
Anna Kristín hefur setið í stjórn Sálfræðingafélagsins frá árinu 2010 og er í fagdeild réttarsálfræðinga. Sem stendur á hún sæti í fagráði lögreglunnar sem tekur á ofbeldismálum af hvers konar toga.
 
Helgi Héðinsson býður sig fram til embættis stöðu meðstjórnanda.
Helgi lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2008 og kandídatsprófi frá Háskóla Íslands árið 2010. Helgi hefur verið starfandi á sálfræðistofunni Líf og sál frá hausti 2016 en þar áður hafði hann verið starfandi á geðsviði Landspítala frá 2010. Helgi gegnir einnig stöðu aðjúnkts í sálfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Helgi hefur verið stjórnarmaður í stjórn Sálfræðingafélags Íslands frá febrúar 2016 og var einnig í samninganefnd SÍ vegna kjarasamninga við ríkið árið 2015. Helgi er í sambandi með Sunnu Stefánsdóttir upplýsingafulltrúa SOS Barnaþorpanna og eiga þau tvö börn.
 
Hrund Þrándardóttir býður sig fram til formanns félagsins.
Hrund Þrándardóttir sem hefur sem hefur gegnt stöðu formanns Sálfræðingafélags Íslands  í fjögur ár eða tvö kjörtímabil gefur nú kost á sér til endurkjörs.
Hrund lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og cand.psych. námi frá Háskóla Íslands árið 2003. Hún hóf störf sem sálfræðingur hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur árið 2003 og starfaði áfram hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts eftir að Fræðslumiðstöð var lögð niður fram til ársins 2013. Árið 2010 stofnaði hún Sálstofuna ásamt Margréti Birnu Þórarinsdóttur og hefur unnið þar í fullu starfi frá árinu 2013.
Hrund var kosin meðstjórnandi í stjórn SÍ árið 2010, var gjaldkeri félagsins frá árinu 2011 þar til hún var kjörin formaður  árið 2013.
Í samræmi við ársáætlun stjórnar SÍ leggur Hrund megin áherslu á eftirfarandi þætti: vinna að bættu aðgengi almennings  að sálfræðiþjónustu, þrýsta á skilgreiningu og faglega niðurstöðu varðandi þjálfunarár að loknu framhaldsnámi, erlent samstarf, m.a. innleiðingu evrópskrar gæðavottunar (EuroPsy) á námi sálfræðinga á Íslandi, að auka vegsemd sálfræði á Íslandi og að styrkja innviði félagsins.

Related Posts