Félagsmenn fjölmenntu á Haustfund félagsins sem haldinn var í Háskólanum í Reykjavík í óveðrinu á föstudaginn. Yfir 100 manns hlýddu á erindi þeirra Berglindar Guðmundsdóttur, Evalds Sæmundsen og Lindu Báru Lýðsdóttur og umræður í kjölfarið voru mjög líflegar og gáfu tilefni til frekari umræðu sem vonandi verður hægt að fylgja eftir.
Ljúfar veitingar runnu vel niður áður en fólk hélt út í veðrið og ástæða er til að fagna þessari góðu þátttöku félagsmanna.
Háskólanum í Reykjavík má þakka góðar móttökur en skólinn hefur nú tvö ár í röð boðið félaginu húsnæði fyrir fundinn.
Tengdar færslur