Við í fræðslunefndinni fengum Hugrúnu Sigurjónsdóttir, sálfræðing af sálfræðistofunni Líf og Sál, til þess að halda örfyrirlestur fyrir félagsmenn um leitina að hamingjunni. Hugrún er reynslubolti í faginu og þýddi m.a. metsölubókina Hamingjugildran eftir Dr. Russ Harris sem hún ætlar að kynna fyrir okkur.
Hamingjugildruna kom út í íslenskri þýðingu Hugrúnar Sigurjónsdóttur sálfræðings í mars 2023.
Fræðslan sett upp í samræmi við uppsetningu bókarinnar.
Í fyrsta hluta bókarinnar er fjallað um hlutverk heilans sem er að halda okkur öruggum en ekki að gera okkur hamingjusöm. Af þessum sökum getur hamingjan aldrei orðið varanlegt ástand. Farið í skýringar á því hvers vegna okkur hættir til að hafa áhyggjur og grufla.
Í öðrum hluta bókarinnar er farið í aðferðir til að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar. Farið í aðferðir eins og að varpa akkeri og losa sig af öngli erfiðra hugsana og tilfinninga.
Þriðji hluti bókarinnar fjallar það hvernig við byggjum upp innihaldsríkt líf og þátt gilda og markmiða í þeirri vinnu. Farið í hvernig við getum aukið ánægju í daglegu lífi með því að lifa samkvæmt gildum okkar.
Bókin er sú eina sem komið hefur út í íslenskri þýðingu sem byggir á ACT meðferðarstefnu. Bókin var prentuð tvisvar og er nánast uppseld. Hægt að nálgast hana á storytel á lesformi.
Með kveðju fyrir hönd fræðslunefndar
Ágústa Friðriksdóttir, Helga Lára Haarde, Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir, Lilja Dís Ragnarsdóttir og Tinna Baldursdóttir.
Athugið að fræðslan er ætluð félagsmönnum Sálfræðingafélagsins og skráning fer fram í gegnum tölvupóst sem hefur verið sendur á félagsmenn.