Read More »"/>

Fræðsla um bókhald og skattskil verktaka

Heim / Viðburður / Fræðsla um bókhald og skattskil verktaka
Dags.: 23. nóvember, 2022
Tími: 16:30 - 17:40
Staðsetning: Borgartún 6, salur BHM 4. hæð

Inga Jóna Óskarsdóttir, viðurkenndur bókari og eigandi Bókhald og kennslu ehf stýrir fræðslunni.

Fræðslan er aðeins fyrir félagsmenn Sálfræðingafélagsins.

Nánar um fræðsluna:

Bókhald og pappír í umhverfi sálfræðinga í verktöku og sjálfstæðri starfsemi.

 

Er pappírinn að flækjast fyrir þér – er eitthvað sem ég þarf að vita meira um ?

Hvaða reglur gilda um reiknað endurgjald og einkanot?

Hvað er mat á hlunnindum?

Hvað eru gjöld til að afla teknanna? Og hvað get ég því dregið frá tekjum?

 

Sölureikningar – geri ég þá rafrænt eða í þríriti? – ef ekki hvernig?

Skil á launatengdum gjöldum – hvernig geri ég það og hvar?

 

Sýnt verður rekstrarlíkan með von um að þið sjáið not fyrir það og eyðublað RSK 4,11 sem þið þurfið að gera með skattframtali einstaklinga í rekstri.

 

Mikilvægt er að skrá þátttöku og skráning fer fram hér.

 

Þátttakendur sem fylgjast með í streymi fá sendan hlekk klukkustund áður en viðburður hefst.

Skráningu lýkur því klukkustund áður en viðburður hefst.

 

Tengdar færslur