Þann 1. desember skal greiða desemberuppbót og miðast upphæðin við 100% starfshlutfall. Desemberuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum samkvæmt öðrum ákvæðum kjarasamnings. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.
Desemberuppbót er sem hér segir:
Ríkið 94.000 kr.
Reykjavíkurborg 103.100 kr.
Samband íslenskra sveitarfélaga 118.750 kr.