Read More »"/>

Bólusetning sálfræðinga – COVID-19

Home / Fréttir / Bólusetning sálfræðinga – COVID-19

Kæru félagsmenn.

Við höfum fengið fyrirspurnir og óskir um upplýsingar varðandi bólusetningu fyrir sálfræðinga við COVID- 19.

Inn á heimasíðu embætti landlæknis www.landlaeknir.is og á www.covid.is eru mjög gagnlegar upplýsingar.

Bólusetningahóparnir eru 10 og hvernig þeir skilgreinast má sjá hér: https://www.covid.is/bolusetningar

Sálfræðingar eru heilbrigðisstétt og þeir sem hafa nú þegar ekki fengið boð um bólusetningu eru þá skilgreindir í hóp 5.

Hér má finna upplýsingar um hvernig bólusetningu er háttað í hópi 5: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item44818/Bodanir-i-COVID-19-bolusetningu-fyrir-heilbrigdisstarfsmenn

Hér má finna bólusetningadagatal: https://www.covid.is/bolusetningardagatal

Bólusetningar eru hafnar í þessum hópi og verður sent sms til viðkomandi sálfræðings þegar kemur að honum.

Það kemur þó fram að þessi hópur er hugsaður fyrir þá heilbrigðisstarfsmenn sem eru í beinum samskiptum við skjólstæðinga en þeir sem ekki starfa með skjólstæðingum eru beðnir um að bíða, eins og fram kemur hér: „Meðal þeirra sem munu fá boð eru trúlega fjölmargir læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, þroskaþjálfar o.s.frv. sem ekki eru í klínisku starfi heldur hafa snúið til annarra starfa eða eru hættir störfum. Einstaklingar í þessari stöðu eru hvattir til að þiggja ekki þetta fyrsta boð í bólusetningu gegn COVID-19 heldur hugleiða að hver skammtur sem er notaður fyrir hóp 5 tefur lítillega bólusetningar einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu undir sextugu. Það kemur að því að allir sem vilja bólusetningu geti fengið hana, en við höfum ekki bóluefni fyrir alla fyrr en síðar á árinu.“ https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item44818/Bodanir-i-COVID-19-bolusetningu-fyrir-heilbrigdisstarfsmenn

Gangi öllum vel og farið varlega.

Related Posts