Read More »"/>

Aðalfundur Sálfræðingafélagsins 18. apríl

Home / Óflokkað / Aðalfundur Sálfræðingafélagsins 18. apríl

Kæru sálfræðingar,

Aðalfundur Sálfræðingafélags Íslands 2024 verður haldinn fimmtudaginn 18 apríl n.k. kl 16:30 að Borgartúni 27. Fundurinn verður blandaður eða hybrid þ.e. honum verður einnig streymt.
Mikilvægt er a skrá þátttöku og hefur skráningarhlekkur verið sendur með auglýsingu í pósti til félagsmanna.

 

Í ár rennur út tveggja ára kjörtímabil varaformanns, gjaldkera og tveggja meðstjórnenda. Því þarf að kjósa í þessi embætti. Frestur til að skila inn framboði er út mánudaginn 8. apríl. Verði frambjóðendur jafnmargir eða færri en laus stjórnarsæti verður sjálfkjörið. Kjörtímabil eftirfarandi stjórnarmanna renna nú út:

  • Helgi Héðinsson, fráfarandi varaformaður félagsins og Lilja Magnúsdóttir meðstjórnandi gefa ekki kost á sér á ný.
  • Álfheiður Guðmundsdóttir, gjaldkeri, gefur kost á sér til áframhaldandi starfa sem gjaldkeri.
  • Hugrún Vignisdóttir, meðstjórnandi og ritari gefur kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Hún bíður sig fram í embætti meðstjórnanda.
  • Gyða Dögg Einarsdóttir sem lætur nú af embætti meðstjórnanda bíður sig fram í embætti varaformanns.

Auk þeirra fjögurra stjórnarsæta sem nú þarf að kjósa í þarf að kjósa einn meðstjórnanda til eins árs. Þetta stutta kjörtímabil verður til vegna leiðréttingar á lengd kjörtímabils eftir mistök við framkvæmd stjórnarkjörs árið 2022.

  • Kristbjörg Þórisdóttir meðstjórnandi sem kosin var í stjórn á aðalfundi 2023 hefur óskað eftir að láta af embætti meðstjórnanda nú þegar ár er eftir af hennar kjörtímabili. Kristbjörgu eru þökkuð óeigingjörn störf hennar fyrir félagið undanfarið ár. Vegna brotthvafs Kristbjargar losnar sæti meðstjórnanda sem einnig þarf að kjósa í til eins árs.

 

Því verður kosið í eftirfarandi sæti í stjórn á aðalfundi 18. apríl:

Varaformaður – hér hefur Gyða Dögg Einarsdóttir boðið sig fram
Gjaldkeri – hér hefur Álfheiður Guðmundsdóttir boðið sig fram til að gegna embættinu áfram
Meðstjórnendur – ein staða til tveggja ára og tvær stöður til eins árs.  Hér hafa Elísa Guðnadóttir og Ólafía Sigurjónsdóttir boðið sig fram. Því vantar enn eitt framboð í embætti meðstjórnanda.
Framboð til stjórnar þurfa að hafa borist í síðasta lagi mánudaginn 8. apríl. Hægt er að skila framboðum til formanns (petur@sal.is) eða með tölvupósti til félagsins (sal@sal.is)

Við hvetjum áhugasama félagsmenn að bjóða sig fram og taka þátt í starfi félagsins.

Boðið upp á léttar veitingar a loknum fundi.
Kokteill og trúnó að loknum fundi en Reykjavík Coctails verða á staðnu og bjóða upp á háklassa kokteila, Basil Gimelt og Whiskey Sour.
Vonumst til að sjá sem flesta á aðalfundi

Related Posts