Read More »"/>

Aðalfundur Sálfræðingafélags Íslands þann 18. apríl

Home / Fréttir / Aðalfundur Sálfræðingafélags Íslands þann 18. apríl

Aðalfundur félagsins verður haldinn 18. apríl næstkomandi.

Formaður félagsins er að ljúka tveggja ára kjörtímabili  og lögum samkvæmt ber að auglýsa eftir framboðum eigi síðar en í fyrstu viku janúar það ár.

Framboð til formanns skulu berast eigi síðar en tveimur vikum og ef fleiri en einn er í framboði skal fara fram rafræn kosning.

Sitjandi formaður félagsins mun ekki bjóða sig fram og hér með er óskað eftir framboðum til formanns Sálfræðingafélagsins.  Kosið er til tveggja ára í senn.

Stutt lýsing á helstu verkefnum formanns

Formaður er í 80% starfi fyrir félagið en hægt er að skoða aðrar útfærslur. En með skilgreindu starfshlutfalli gefst tækifæri til að sinna verkefnum með auðveldari og skilvirkari hætti en áður.

Formaður leiðir stjórn félagsins og sinnir ýmsum spennandi verkefnum og má þar nefna kjaraviðræður við ríki, sveitarfélög, Reykjavíkurborg og vinna að samningum sjálfstætt starfandi við Sjúkratryggingar Íslands. Ýmis verkefni tengd fagmálum og að sinna samstarfi sálfræðinga innan lands og utan. Mjög fjölbreytt, krefjandi og áhugavert starf. Sálfræðiþjónusta hefur meðbyr og eru mörg tækifæri í stöðunni.

Við hvetjum ykkur til að íhuga vel og vandlega framboð til formanns. Framboð verða kynnt félagsmönnum 20. janúar 2023 sem þýðir að senda þarf póst á netfang félagsins, sal@sal.is í síðasta lagi 18. janúar 2023 til að tilkynna framboð með mynd og stuttum upplýsingatexta.

Nánari upplýsingar má fá hjá Tryggva formanni eða Önnu Maríu framkvæmdastjóra.

 

Úr lögum félagsins:

  • Þegar embætti formanns er laust skal auglýsa eftir framboðum til formanns ekki síðar en í fyrstu viku janúar það ár. Framboð til formanns skulu berast félaginu ekki síðar en tveimur vikum síðar og eru þau kynnt félagsmönnum með tölvupósti og á heimasíðu félagsins. Ef fleiri en einn er í framboði til formanns skal kosning fara fram í janúar með rafrænni kosningu meðal allra atkvæðisbærra félagsmanna og niðurstaðan kynnt félagsmönnum í kjölfarið.
  • Um hæfi stjórnarmanna fer eftir efnisreglum hliðstæðum þeim sem eru í II. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
  • Einfaldur meirihluti í rafrænni kosningu SÍ ræður kjöri.

Related Posts