Read More »"/>

Aðalfundarboð

Home / Fréttir / Aðalfundarboð

Kæru félagar

Aðalfundur Sálfræðingafélags Íslands verður haldinn að Borgartúni 27, fimmtudaginn 10. apríl kl. 17:00. Félagarþurfa að skrá sig á fundinn hér. Fundurinn er einnig auglýstur á heimasíðu félagsins.

Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins:

  1. Skýrsla stjórnar
    2. Skýrslur nefnda, ráða, fagdeilda og undirfélaga félagsins
    3. Reikningar félagsins, nefnda og sjóða
    4. Fjárhagsáætlun og ákvörðun árgjalds
    5. Laga- og reglubreytingar
    6. Kosning / tilkynning um kjör í embætti og stjórn
    7. Kosning í nefndir og stjórnir sjóða
    8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
    9. Kynning á starfsáætlun næsta árs
    10. Önnur mál

Að þessu sinni eru allviðamiklar lagabreytingatillögur frá stjórn félagsins. Annars vegar er allur texti laganna endurskoðaður m.t.t. kynhlutleysis og hins vegar eru nokkrar efnisbreytingar. Vegna þess hve viðamiklar breytingarnar eru var sú leið farin að birta heildartextann með breytingartillögum á heimasíður okkar. Heildartexta lagabreytingatillögunnar má nálgast hér. Til að öðlast mynd af breytingartillögunum og áhrifum þeirra leggjum við til að texti tillagnanna sé lesinn samhliða núgildandi lögum. Á sjálfum aðalfundinum verða hverri breytingartillögu svo gerð skil.

Kjörtímabili formanns lýkur á aðalfundi í ár. Í samræmi við lög félagsins var auglýst eftir framboðum til embættis formanns í ársbyrjun. Sitjandi formaður, Pétur Maack Þorsteinsson, gaf kost á sér áfram og engin mótframboð bárust. Hann er því sjálfkjörinn formaður Sálfræðingafélags Íslands til næstu tveggja ára. Í ár þarf að kjósa í tvö embætti meðstjórnenda í stjórn. Annars vegar rennur nú tveggja ára kjörtímabil Hugrúnar Vignisdóttur út og hins vegar þarf að manna embætti meðstjórnanda sem hefur verið ósetið frá aðalfundi 2024. Því eru nú eins og áður segir kosið um tvö embætti meðstjórnenda. Hugrún hefur gefið kost á sér áfram en aðrir félagar sem hafa hug á framboði þurfa að skila sínu framboði inn í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund (27. mars). Framboðum skal skilað á netfangið sal@sal.is

Kjörtímabil stjórnarembætta er tvö ár í senn.

Sjá nánareftirfarandi varðandi kjör til stjórnar í lögum félagsins.

Úr lögum félagsins:

  • Framboð til stjórnar, önnur en formanns, skulu berast félaginu ekki síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund og eru þau kynnt félagsmönnum með tölvupósti og á heimasíðu félagsins.
  • Ef fleiri en einn er í framboði til hvers embættis skal kosning fara fram með rafrænni kosningu meðal allra atkvæðisbærra félagsmanna fyrir aðalfund og skulu úrslit tilkynnt á aðalfundi.
  • Af sjö fulltrúum í stjórn skulu a.m.k. fimm og þar af formaður, varaformaður og gjaldkeri hafa fag- og stéttarfélagsaðild sbr. 3.1.
  • Um hæfi stjórnarmanna fer eftir efnisreglum hliðstæðum þeim sem eru í II. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
  • Einfaldur meirihluti í rafrænni kosningu SÍ ræður kjöri.

Núgildandi lög félagsins má sjá í heild sinn hér.

Á aðalfundi er einnig kosið í nefndir sem vinna mikilvægt starf hjá félaginu.

Nefndir félagsins eru:

  • Siðanefnd
  • Fagráð
  • Fræðslunefnd
  • Prófanefnd

Kjörtímabil nefndafólks er tvö ár nema í siðanefnd þar sem kjörtímabil er fjögur ár. Engin kjörtímabil renna út í siðanefnd og fræðslunefnd að þessu sinni. Á aðalfundi 2025 þarf að kjósa um tvö sæti í prófanefnd og þrjú sæti í fagráði. Nefndakosning fer fram á aðalfundinum sjálfum og hægt er að bjóða sig fram í allar nefndir allt fram á aðalfund.

Velkomið að hafa samband við skrifstofu félagsins til að fá nánari upplýsingar í tengslum við aðalfund félagsins.

Við hvetjum áhugasama félaga að bjóða sig fram og taka þátt í starfi félagsins.

Að staðfundi loknum verða veitingar í boði

Related Posts