Read More »"/>

Ábending frá stjórn SÍ

Home / Fréttir / Ábending frá stjórn SÍ

Reykjavík 6. júlí 2022

Ábending frá stjórn Sálfræðingafélags Íslands

 

Stjórn Sálfræðingafélags Íslands vekur athygli á að umfjöllun um störf sálfræðinga í opinberri umræðu getur verið einhliða. Vegna trúnaðarskyldu við skjólstæðinga geta sálfræðingar hvorki fjallað um né svarað til um einstaka mál í fjölmiðlum. Oft er um að ræða mjög viðkvæm og persónuleg mál þar sem umræðan ætti betur heima á öðrum vettvangi en á opinberum vettvangi.

Sálfræðingar eru heilbrigðisstétt og lúta lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 og hefur landlæknir eftirlitsskyldu gagnvart störfum sálfræðinga sem sinna heilbrigðisþjónustu (sbr. lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og lög um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007). Ef talið er að um vanrækslu og/eða mistök hafi átt sér stað við veitingu heilbrigðisþjónustu eða um ótilhlýðilega framkomu sé að ræða má senda kvörtun til landlæknis. Auk þess er hægt að senda kvartanir vegna starfa félagsmanna til siðanefndar Sálfræðingafélags Íslands.

 

Fyrir hönd stjórnar Sálfræðingafélags Íslands

Tryggvi Guðjón Ingason,

Formaður SÍ

Related Posts