Read More »"/>

Sálfræðingafélag Íslands óskar eftir að ráða drífandi og framsýnan framkvæmdastjóra til starfa

Home / Fréttir / Sálfræðingafélag Íslands óskar eftir að ráða drífandi og framsýnan framkvæmdastjóra til starfa

Sálfræðingafélag Íslands óskar eftir að ráða drífandi og framsýnan framkvæmdastjóra til starfa. Um er að ræða afar fjölbreytt og krefjandi starf þar sem reynir á frumkvæði og sjálfstæði og mun framkvæmdastjóri starfa náið með stjórn, fagdeildum og nefndum félagsins. Félagið er ört vaxandi fag- og stéttarfélag sálfræðinga og varða verkefni framkvæmdastjóra bæði fagleg málefni sem og kjara- og réttindamál sálfræðinga.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á starfsemi og daglegum rekstri félagsins
  • Samskipti, ráðgjöf og samstarf við félagsmenn og aðila utan félagsins
  • Stjórnun og umsjón með verkefnum, svo sem ráðstefnum og fundarhöldum
  • Undirbúningur og gerð kjarasamninga
  • Ábyrgð á gerð fjárhagsáætlana og eftirfylgni með þeim
  • Ábyrgð á framkvæmd ákvarðana stjórnar
  • Önnur verkefni í samráði við stjórn

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Meistaragráða í sálfræði, löggilt starfsleyfi er kostur
  • Reynsla af stjórnun og rekstri félagasamtaka
  • Þekking á kjaramálum og kjarasamningagerð
  • Brennandi áhugi á sálfræði og hagsmunamálum sálfræðinga
  • Drifkraftur, frumkvæði og metnaður til að ná árangri
  • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð færni í íslensku og ensku, í ræðu og riti
  • Mjög góð tölvukunnátta

 

Um Sálfræðingafélag Íslands:

Sálfræðingafélag Íslands er fag- og stéttarfélag sálfræðinga á Íslandi sem vinnur að því að efla fagmennsku, standa vörð um hagsmuni félagsmanna og stuðla að framþróun sálfræðinnar sem starfs- og vísindagreinar. Félagsmenn eru rúmlega 800 talsins og fer ört fjölgandi. Sálfræðingafélag Íslands er aðildarfélag innan Bandalags háskólamanna (BHM) og á í miklu samstarfi við bandalagið sem og önnur aðildarfélög þess.

 

Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Allir áhugasamir eru hvattir til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Upplýsingar veitir Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is) í síma 511-1225.

Related Posts