Read More »"/>

Sálfræðiritið – minnum á að frestur til að skila inn handriti er til 1. maí.

Heim / Fréttir / Sálfræðiritið – minnum á að frestur til að skila inn handriti er til 1. maí.

Kæru félagsmenn,

Sálfræðiritið mun koma út á síðari hluta 2021 og verður það 26. árgangur ritsins. Áhugsamir félagsmenn eru hvattir til að hafa samband við meðlimi ritnefndar sem fyrst hafi þeir efni í huga.

Frestur til að skila inn handriti er til 1. maí.

Ritið birtir greinar á íslensku sem tengjast sálfræði. Höfundar geta haft eftirfarandi flokka í huga:

*Rannsóknargreinar: Ritrýndar greinar þar sem fjallað er um niðurstöður rannsókna sem hafa íslenska skírskotun.

*Sálfræði í samfélagi: Ritrýndar greinar sem eru fræðandi um sálfræði fyrir íslenskt samfélag og samfélag sálfræðinga á Íslandi. Greinarnar geta m.a. fjallað um stefnumótun hér á landi með hliðsjón af kenningum eða gögnum, eða verið samantektargreinar sem miðla upplýsingum á tilteknu sviði (t.d. taugasálfræði, félagssálfræði og meðferðarsálfræði).

*Stefnugreinar og ádrepur: Opið og óritrýnt efni (en ritstýrt) um það sem höfundar vilja vekja sérstaka athygli á.

 

Ritdómar um íslensk eða þýdd rit um sálfræðileg efni og meðferðarhandbækur
Með góðum kveðjum,
Ritstjórn 26. árgangs:
Rannveig S. Sigurvinsdóttir, rannveigs@ru.is
Guðmundur skarphéðinsson, gskarp@hi.is
Sigurður Viðar, sigurdur@kms.is

 

Tengdar færslur