Ný lög um heilbrigðisstarfsmenn voru nýverið samþykkt á Alþingi. Hjá félaginu hefur verið beðið í mörg ár eftir möguleikum á því að uppfæra gömul lög um sálfræðinga og nú er tækifærið loks komið. Með nýju lögunum verður sú breyting á að sömu lögin gilda um allar löggiltar heilbrigðisstéttir, sem eru 33 talsins en nánari útfærsla fyrir hverja fagstétt verður í reglugerð. Lögin taka gildi um næstu áramót og ljóst að mikil vinna er framundan bæði hjá ráðuneytinu og félaginu við væntanlega reglugerðarsmíði. Frétt ráðuneytisins um málið má sjá hér
Tengdar færslur