Viltu styrkja stöðu þína eða læra eitthvað nýtt?

1.9.2021

  • Fraedsludagskra_1200x630

BHM stendur fyrir öflugri fræðsludagskrá yfir árið sem allir félagsmenn aðildarfélaga BHM eiga möguleika á að sækja. Námskeið eru kynnt á haustin og í janúar á ári hverju, en í ár standa félagsmönnum að auki til boða þrjátíu rafræn námskeið frá Tækninám.is sem hægt er að nýta sér út desember mánuð. 

Hér fyrir neðan er kynnt fræðsludagskrá haustsins, bæði fyrirlestrar og námskeið sem boðið er upp á. Vinsamlegast athugið að takmarkað pláss er á sum námskeiðanna, í þeim tilvikum er opnað fyrir skráningar kl. 12:00 á hádegi einni viku fyrir áætlaðan námskeiðstíma og gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Námskeiðin verða einnig auglýst sérstaklega þegar nær dregur. 

Gott er að athuga að sum námskeið sem kennd eru í streymi en ætlunin er að hafa önnur í Borgartúni 6, ef fjöldatakmarkanir leyfa þegar þar að kemur. Þegar hægt er þá eru námskeiðin tekin upp og gerð aðgengileg í eina viku eftir að námskeið hefur verið haldið á námskeiðasíðu BHM. 

Námskeið frá Tækninám og fyrirlestrar sérfræðinga BHM

Á lokaðri námskeiðasíðu BHM (hér: námskeiðasíða BHM) er að finna rúmlega þrjátíu námskeið frá Tækninám.is, s.s. um Excel, Word, Lean og fleiri forrit auk námskeiða um tímastjórnun og fleira. Þar eru einnig upptökur af fyrirlestrum sem sérfræðingar BHM hafa haldið fyrir félagsmenn aðildarfélaga um t.d. einelti og áreitni, uppsagnir og áminningar og fleira.

Trúnaðarmannanámskeið

Trúnaðarmannanámskeiðin eru einnig vistuð á lokaðri námskeiðasíðu BHM (hér: námskeiðasíða BHM). Þau eru mjög neðarlega á síðunni og vel merkt. Þar er að finna fjölda myndbanda, hlekkja og upplýsinga sem trúnaðarmenn þurfa að kunna skil á. Á næstunni munu bætast við fræðslumyndbönd þar og önnur endurnýjuð.

Fræðsludagskrá BHM haustið 2021

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Rétt til að skrá sig á og sækja fyrirlestra og námskeið BHM hafa allir félagsmenn aðildarfélaga bandalagsins. Öll námskeið og fyrirlestrar eru þeim að kostnaðarlausu. Hér fyrir neðan getur að líta dagskrá haustsins, smellið á heiti fyrirlestra til þess að lesa meira um þá. 

Nafn Dagsetning Fyrirlesari Skráningartímabil
Að vera fastur í rússíbana - hvað viljum við eftir Covid? 9. sep. 2021 Sirrý Arnardóttir Skrá mig
Vinnuvernd 101 10. sep. - 31. des. 2021 Vinnuverndarskóli Keilis 10. sep. 12:00 - 10. nóv. 2021
Grænir leiðtogar - innleiðing grænna skrefa 15. sep. 2021 Dr. Snjólaug Ólafsdóttir verkefnastjóri í sjálfbærni Skrá mig
Starfsþróunarsetur háskólamanna - kynning 16. sep. - 16. ágú. 2021 Edda Margrét Hilmarsdóttir, ráðgjafi hjá BHM 1. sep. 10:00 - 16. sep. 2021
Fjölmenning á vinnustað 5. okt. 2021 Ingrid Kuhlman hjá Þekkingarmiðlun 21. sep. 12:00 - 5. okt. 2021
Rekstur smáfyrirtækja og frumkvöðlastarfsemi 7. okt. - 7. ágú. 2021 Guðrún Björg Bragadóttir hjá KPMG 23. sep. 12:00 - 7. okt. 2021
Sjóðir BHM og Orlofssjóður BHM 12. okt. 2021 Dagný og Helgi Dan Skrá mig
Starfsmannasamtöl frá hlið stjórnenda 18. okt. 2021 Gylfi Dalmann, dósent í mannauðsstjórnun 4. okt. 12:00 - 18. okt. 2021
Starfsmannasamtöl frá hlið starfsmanna 20. okt. 2021 Gylfi Dalmann, dósent í mannauðsstjórnun 6. okt. 12:00 - 20. okt. 2021
Ómeðvituð hlutdrægni á vinnustöðum 4. nóv. 2021 Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikasérfræðingi 21. okt. 12:00 - 4. nóv. 2021
Jafnrétti á vinnustað 9. nóv. 2021 Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM 1. sep. 12:00 - 9. nóv. 2021
Framkoma og ræðumennska - grunnnámskeið 11. nóv. 2021 María Ellingsen, leikari og stjórnendaþjálfi 28. okt. 12:00 - 8. nóv. 2021
Skrif fyrir vefinn 25. nóv. 2021 Berglind Ósk Bergsdóttir, notendamiðaður textasmiður  11. nóv. 12:00 - 25. ágú. 2021
Samskipti á vinnustöðum 30. nóv. 2021 Dr. Rakel Heiðmarsdóttir, ráðgjafi og eigandi Birkis 16. nóv. 12:00 - 29. ágú. 2021
Ráðstefnustjórn og tækifærisræður 7. des. 2021 María Ellingsen, leikari og stjórnendaþjálfi 23. nóv. 12:00 - 6. des. 2021

Fréttir

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september


Mynd 1 af 1
Loka