Í 3. grein laga SÍ kemur fram að
aðild að Sálfræðingafélagi Íslands geta þeir einungis fengið sem hafa leyfi Landlæknis til þess að kalla sig sálfræðinga og aðrir sálfræðimenntaðir sem tilgreindir eru í lögum félagsins.
Nýir félagsmenn skulu kynntir á félagsfundi eða á heimasíðu félagsins.
Í 3. grein laganna kemur líka fram að ein tegund aðildar er fagfélagsaðild þeirra sálfræðinga sem greiða fagfélagsgjald til SÍ. Fagaðild er fyrir sálfræðinga sem ekki eru launþegar. Sem dæmi má nefna bæði þá sem starfa sjálfstætt og þá sálfræðinga sem starfa ekki við hefðbundin sálfræðistörf. Gjaldið er kr. 21.000 á ári og er innheimt með kröfu í heimabanka eða mánaðarlega með greiðslukorti. Fagfélagsaðild veitir réttindi til þátttöku í fagmálum félagsins.